NYTJAHJÓL
Samanbrjótanleg hjól á breiðum dekkjum eru fyrir þá sem vilja setja fjölbreytt notagildi og praktík í fyrsta sæti. Hjólin eru einstaklega meðfærileg og það er auðvelt að geyma þau þar sem pláss er takmarkað. Breiðu dekkin gefa vel eftir sem tryggir þægindi þegar yfirborð er ójafnt og gerir hjólin sérstaklega stöðug og skemmtileg ef farið er út fyrir bundið slitlag.