Verkstæði og þjónusta
Reiðhjólaverkstæði BSON er staðsett að Týsnesi 2b, 603 Akureyri.
Við þjónustum allar gerðir EMotorad hjóla í sölu hjá okkur og við hvetjum nýja eigendur EMotorad hjóla til að fylla út ábyrgðarskráningu efst á heimasíðu BSON.
Ef upp koma hverskonar vandamál þá skal ekki hika við að hafa samband og við leysum málið í sameiningu. Á verkstæði okkar á Akureyri erum við með alla helstu varahluti og leggjum við kapp á að sinna viðgerðum eins fljótt og auðið er.
Við bendum viðskiptavinum okkar á að kynna sér vandlega ábyrgðarskilmálana okkar sem er að finna neðst á heimasíðunni okkar.
Viðgerðartími er háður lagerstöðu varahluta hverju sinni en í einhverjum tilfellum þarf að panta varahluti erlendis frá.