Afhending og þjónusta

Afhending

Við kappkostum við að koma nýja hjólinu þínu til þín fljótt og örugglega. Hjólin okkar eru til sýnis og á lager í Týsnesi 2b á Akureyri. Þá er einnig hægt að skoða valin hjól í nýju sýningarrými BSON í verslun BSport, Álfheimum 6 í Reykjavík.

Eftirfarandi afhendingarleiðir eru í boði*:

  1. Vörur eru sóttar í verslun BSON í Týsnesi 2b.
  2. Þú getur fengið vörur sendar heim að dyrum á Akureyri.
  3. Vörur pantaðar í netverslun BSON eru sendar á næstu stöð Flytjanda eða Landflutninga eins fljótt og auðið er. Sendingartími út á land miðast við áætlun flutningsaðila.

*Samsetningartími er háður verkefnastöðu hverju sinni.

Þjónusta og viðgerðir

Allar upplýsingar um ábyrgðarskilmála o.fl. er að finna neðst á heimasíðunni okkar undir Skilmálar.

Ef eitthvað bilar eða brotnar þá skal ekki hika við að hafa samband og við leysum málið í sameiningu. Við erum með verkstæði og helstu varahluti á Akureyri þar sem kapp er lagt á að afgreiða varahluti og sinna viðgerðum eins fljótt og auðið er. Viðgerðartími er háður lagerstöðu varahluta hverju sinni en í einhverjum tilfellum gæti þurft að panta varahluti erlendis frá.

Back to top
.product-single__add-btn { border-radius: 5px; }