Skilmálar
ÁBYRGÐ
Hjá EMotorad er ánægja og öryggi viðskiptavina í fyrirrúmi. Við stöndum með hjólunum okkar og þess vegna bjóðum við betri ábyrgð en margir samkeppnisaðilar okkar á markaðnum.
- Við höfum trú á stellinu frá EMotorad - að eilífu. EMotorad veitir upphaflegum kaupanda lífstíðarábyrgð gegn verksmiðjugöllum á öllum stellum.
- Aðrar vörur merktar EMotorad (auk lakks og grafíkar) eru í tveggja ára ábyrgð gegn framleiðslugöllum.
- Tveggja ára ábyrgð er á mótor, drifhlutum og rafhlöðu frá upphaflegum afhendingardegi. Ábyrgðin telur til alls sem ekki telst til hefbundins slits á búnaði.
- Ábyrgð á rafhlöðu gildir ekki um skemmdir vegna skyndilegrar breytingu á rafspennu, notkunar á hleðslutæki frá þriðja aðila, óábyrgrar notkunar eða viðhalds, eða kaffæringar í vatn.
Ítarlegri upplýsingar um skilmála og skilyrði (Terms & Conditions) fylgja öllum hjólum frá okkur.
Ef þú ert í vafa, ekki hika við að hafa samband og við leysum málið.
ALMENNIR SKILMÁLAR
Netverslunin birtir upplýsingar með fyrirvara um verð, birgðastöðu, liti á vörum, stærðir og aukahluti sem fylgja hjólum inni í verði. Ef viðkomandi vara er ekki til verður haft samband við kaupanda og fundin lausn.
Afgreiðslutími er 2-5 virkir dagar frá því að pöntun er móttekin og greidd. Þá er vörunni komið á flutningsaðila. Söluaðili ber ekki ábyrgð á seinkun eða tjóni hjá flutningsaðila. Við mælum með því að tryggja verðmætar sendingar sérstaklega til að koma í veg fyrir fjártjón ef óhöpp verða í flutningum.
SKILARÉTTUR
Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í upprunalegu ástandi, í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Varan er endurgreidd að fullu innan 30 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.
Í tilfellum þar sem endursenda þarf vöru er sendingarkostnaður á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hægt sé að sýna fram á að varan sé gölluð eða hafi skemmst í flutningum.