Spurt og svarað - Hafðu samband fyrir meiri upplýsingar
Hvenær fæ ég hjólið mitt afhent?
Við kappkostum við að koma nýja hjólinu þínu til þín fljótt og örugglega. Hjólin okkar eru til sýnis og á lager í Týsnesi 2b á Akureyri. Þá er einnig hægt að mæta á staðinn og skoða valin hjól í nýju sýningarrými BSON í Álfheimum 6 í Reykjavík.
Eftirfarandi afhendingarleiðir eru í boði*:
- Vörur eru sóttar í verslun BSON í Týsnesi 2b.
- Þú getur fengið vörur sendar heim að dyrum á Akureyri.
- Vörur pantaðar í netverslun BSON eru sendar á næstu stöð Flytjanda eða Landflutninga eins fljótt og auðið er. Sendingartími út á land miðast við áætlun flutningsaðila.
*Samsetningartími er háður verkefnastöðu hverju sinni.
Hvernig virkar skilafresturinn?
Viðskiptavinir okkar hafa 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að þeir hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í upprunalegu ástandi, í upprunalegum umbúðum og að greiðslukvittun fylgi með. Niðurtalning hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Varan er endurgreidd að fullu innan 30 daga eftir að henni er skilað ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt.
Í tilfellum þar sem endursenda þarf vöru er sendingarkostnaður á ábyrgð og kostnað viðskiptavinar, nema hægt sé að sýna fram á að varan sé gölluð eða hafi skemmst í flutningum.
Eru hjól frá EMotorad í ábyrgð?
Já, að sjálfsögðu!
Öllum hjólum í sölu hjá okkur fylgir lífstíðarábyrgð á stelli, tveggja ára ábyrgð á rafhlöðu og eins árs ábyrgð á mótor.
Fyrir meiri upplýsingar um ábyrgðarskilmála, smelltu á "Skilmálar" neðst á heimasíðunni okkar.
Hversu langan tíma tekur að hlaða hjólin frá okkur?
Hjól í sölu hjá okkur koma með ýmist 2A eða 3A (ampera) hleðslutæki. Ýmislegt getur haft áhrif á hleðslutíma s.s. hitastig og aldur rafhlöðu og/eða hleðslutækis.
Uppgefinn hleðslutími frá EMotorad úr 0 - 100% er eftirfarandi:
Doodle | 4 klst. |
Toledo | 6 klst. |
Plymouth | 5 klst. |
EMX | 4 klst. |
T-Rex+ | 5 klst. |
Athena | 5 klst. |